31.10.2007 | 12:49
Skeiðklukkan eftir Barber
Fór í upptökur á " Stropwatch and an ordnance map" eftir Barber í gærkveldi og það gekk sérlega vel. Var mættur kortér í 6 og hafði varla tíma til að næra mig áður. Vorum í fyrsta skipti að syngja þetta með blásturs hljóðfærum og pákum. Diddi Fiðla, sá einstaki snillingur, tók þetta upp og þetta bara rann í gegn í nokkrum tökum. Við félagarnir vorum svo sem búnir að eyða miklu púðri í þetta og hjakka á þessu undanfarnar vikur. Feginn að þetta er að baki en varla trekur nú betra við því nú förum við að hjakka í 6 lögum eftir Gustav Holst en þau ætlum við líka að taka upp.
Á næsta ári kemur svo diskur aldarinnar út þ.e. 20. aldar verk sungin af okkur Fóstbræðrum. Verðum vafalítið frægir um allan heim.
Æfing í kvöld, þriðja æfingin í vikunni og ég er að verða svolítið þreittur en þetta vill ég
Hef hins vegar meiri áhyggjur af frúnni minni en hún er algerlega að kaffæra sig í áhugamálum. Það er svo mikið að gera hjá henni að hún tognaði í hálsvöðva í gærmorgun í ræktinni enda ekki við öðru að búast þegar vöðvabólgan er svona mikil. Hún er sem sagt í söngnámi, tónfræðinámi og í ræktinni og svo eru 2 þvílíkir tónleikar næstu helgi þar sem Vox Feminae er að frumflytja nýtt verk, Stabat Mater eftir John Speight, en hann skrifaði það sérstaklega fyrir kórinn. Svo eru sameiginlegir tónleikar með okkur Fóstbræðrum helgina þar á eftir, 5 tónleikar fyrir Sparisjóðinn 2 helgum þar á eftir, jólatónleikar ...... og svona gæti ég haldið áfram endalaust.
Er von nema blessunin þurfi að bryðja Voltarin rapit .....
Setti inn eina nýja mynd frá skírninni um daginn.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.