Slappur

Ég vaknaði í gærmorgun með höfuðverk og beinverki en engan hita. Var heima en er nú mættur í vinnu hálf slappur. Sá mjög skemmtilega mynd í gærkveldi, Die Hard 4. Hlaðin afþreying frá upphafi til enda og bara virkilega skemmtilegt.

Fallega tengdamóðir mín er sjötug í dag og vil ég nota tækifærið og óska henni til hamingju með afmælið Wizard Held ég sé uppáhalds tengdasonur hennar ...

Helgin hjá mér er óvenju róleg, eingöngu tónleikar á morgun klukkan 17 í Háteigskirkju þar sem besti kvennakór á landinu, Vox Feminae syngur, Frumflutningur á Stabat Mater eftir John Speight og ég hlakka mikið til.  Heldur meira að gera hjá Önnu, öll helgin er undirlögð í þessum tónleikum.

Góða helgi.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Halló frændi láttu þér batna sem fyrst.

p.s. er ekki bara ágætt að hafa ekki of þéttskipaða dagskrá hverja helgi hehe... allavegna öfunda ég ykkur oft ekki hvað þið eruð alltaf upptekin helgi eftir helgi.. en kannski er mín að læra að slaka á hérna í germany :o) maður verður ansi mikið heimakær þegar maður er ekki á Íslandinu góða..

Með bestu kveðju Kristín frænka

Lubbecke frúin (IP-tala skráð) 2.11.2007 kl. 20:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband