6.11.2007 | 09:20
Englabossar
Við hjónin áttum náðugt kvöld í gær, engin æfing og Anna hraut verulega fallega fyrir framan sjónvarpið. Ágætis dagskrá til að hrjóta yfir , byltingin í Rússlandi 1917 og criminal minds. Það er ótrúlegt hvað hún getur verið sexí þegar hún er sofandi fyrir fram sjónvarpið með svona hálfopin munninn .....
Við æfðum okkur svo sem aðeins saman fyrir næstu helgi. Fórum yfir Rex Tremendes úr Requiem Mozart, Ave Maria Bruckner o.fl. Ekki veit hvað fólkið í næstu húsum hugsar um okkur.
Vorum svo mætt um 7 í ræktina í morgun, við erum ekki í lagi.
Út að borða í kvöld með útlendingum frá Prins Kristian í Danmörku. Úti eru válynd veður og við létum okkur dreyma í gærkveldi um 3ja vikna ferð til Ítalíu næsta sumar. Er aðeins byrjaður að skipuleggja í huganum ......
Bon giorno mussolini allora milano torino. ( lauslega þýtt: eigið þið góðan dag )
Setti inn eina nýja mynd af litlum englabossum. Íris var með þá í myndatöku hjá vinkonu sinni á laugardag og þvílík mynd !
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.