Vox Feminae

Við Fóstbræður fengum í heimsókn til okkar besta kvennakór á landinu í gærkveldi. Um er að ræða Vox Feminae og það vill svo til að það er einmitt kórinn sem Anna Birgitta er í. Við erum að fara syngja með þeim næsta laugardag á Akranesi. Það er því vel þess virði fyrir alla unnendur kóratónlistar að bregða undir sig betri bílnum og renna upp á Akranes. Óvitlaust að búa til safnaferð í leiðinni því þeir státa af frábærum söfnum á Akranesi.

Margrét Pálmadóttir stjórnaði æfingunni í fjarveru Árna kórstjóra og ég held að ekki sé hægt að finna kórstjóra sem eru jafnólík og þau tvö.  Árni algerlega á jörðinni meðan Magga Pálma er í 3000 feta hæð og tilfinningarnar flæða óhindrað. Við höfum svo sem gott af því að finna aðeins innri manninn í okkur eða í það minnsta að leita að honum.

Hvað sem því líður þá tókum við vel á móti þeim og skipulöggðum við Valdi bakari móttökuna. Valdi er skreytingameistari hjá Jóa Fel og bakaði 2 þvílíkar tertur og skreytti og það hreinlega ískraði í stelpunum þegar þær komu og sáu herlegheitin. Ég bauð svo upp á Dr.Loosen riesling með kökunni og var almenn hrifning með vínið enda frábært vín á ótrúlegu verði. Það var virkilega gaman að fá þessar yndislegu konur í heimsókn.

Anna er að fara út að borða með nokkrum í vinnunni sinni í kvöld og mér er boðið á nokkra staði. Held samt að ég verði bara heima og slaaaaaaaaaaki á, orðinn þreittur eftir æfingar og heimsókn útlendinga í vikunni.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband