9.11.2007 | 12:11
Á tali
Mér leiðist að tala í síma en svo virðist að ég sé eins og síðasti Geirfuglinn því allir aðrir hreinlega elska að tala og mala í síma.
Ég fór í Bónus í gær og var þar á eftir enskumælandi konu sem malaði svo mikið í símann að hún hafði ekki tíma til að setja ofaní pokana. Ég veit allt um ástarlíf hennar, fyrrverandi kærastinn hennar skilur ekki að þau séu hætt saman og er með alls kyns vitleysu í gangi. Ég hef virkilega viljað sleppa því að kynnast henni. Ég var í bakaríi um daginn og þá var ungur maður með símann í eyrunum og gat ekki komið pöntuninni út úr sér af því að hann þurfti svo rosalega að segja vini sínum frá gærkveldinu, ekki seinna en akkúrat núna ! Fór í videoleigu í gær og þar var ungur maður að afgreiða mig og um það bil sem ég ætlaði að segja honum kennitöluna mína þá hringdi gemsinn hanns. Auðheyranlega vinur hans í símanum og ekki gat hann sagt hringi í þig seinna. Nei, heldur bandaði hann hendinni til mín til að þagga niðrí mér þegar ég gerðist óþolinmóður og kláraði símtalið áður en hann sneri sér að mér.
Ég sé varla bílstjóra öðruvísi en blaðrandi í símann og þá sérílagi ungar konur sem veitir nú ekki af því að hugsa eingöngu um aksturinn. Í ræktinni, á brettinu og ef kominn væri vatnsheldur sími þá væru menn syndandi með hann í hendinni.
Ég skil þetta ekki. Mikið rosalega hljóta allir að hafa mikið að segja. Ég hlít að vera ótrúlega leiðinlegur miðað við aðra.
Ég held að síminn sé orðinn mikilvægasti hluturinn í lífi flestra enda maka símafyrirtæki krókinn svo um munar. Hann er orðinn órjúfanleg heild í lífi mannskepnunnar og framlenging á líkama okkar. Einhvern tímann í framtíðinni verður stökkbreyting og í stað annarar handarinnar kemur fullbúinn sími sem stjórnar öllu ....
Hjá mér er á tali .....
Athugasemdir
Mæltu manna heilastur. Þetta er óþolandi.
Heiðar Birnir, 9.11.2007 kl. 13:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.