Sönghelgi

Laugardagurinn var svakalegur og í framhaldi sunnudagurinn líka ...

Var mættur með kjólfötin með mér á æfingu í Fóstbræðraheimilinu kl. 10.30 á laugardagsmorgun og svo héldum við 32 Fóstræður ásamt ca jafnmörgum Vox Feminae konum í rútu upp á Akranes. Æfðum þar allan daginn og sungum svo frábæra tónleika fyrir fullum sal af fólki ( tók að vísu ekki nema 177 í sæti, en gríðarlega flottur tónleikasalur  ... ) Það var ótrúlega gaman að syngja með konunum, breyta aðeins til.

Ég tók með mér koníaks fleig og saup ótæpilega á honum á leiðinni til baka í rútunni og síðan fórum við í mat til Möggu Pálma, Bjössi og fl Fóstbræður komu svo þangað og síðan var haldið í bæinn. Við Anna fórum að vísu heim á skaplegum tíma um 2 leitið að ég held en samt var sunnudagurinn ónýtur. Koníak fer ekki vel í mig.

Vorum samt mætt fyrst í brunch morguninn eftir hjá Hildu systur en systkynin og Pabbi og Erna hittumst þar. Anna fór svo í leikhús með Jökul og ég skil ekki hvað hún var hress í gær.

Hefði alveg getað þegið einn auka frídag ..... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband