15.11.2007 | 10:40
Glæpamaður
Það er orðið opinbert, ég er glæpamaður. Ökuníðingur sem á sér varla viðreisnar von. Nú skil ég loksins af hverju Anna er alltaf á bremsunni grípandi í mig og öskrandi í bílsætinu við hliðina á mér. Hélt þetta væri bara hún.
Það náðist af mér mynd undir Akrafjalli skælbrosandi og sem betur fer ekki með viðhaldið við hliðina á mér. Ekki var ég nú var við að kinnarnar á mér væru flattar aftur að eyrun en ég var sum sé dæmdur fyrir að vera á 96 km hraða þar sem 90 km hámarkshraði er. Veit ég nú að sumir fyllast hryllingi yfir þessu framferði mínu en hugsanlega á ég mér einhverjar málsbætur. Var að greiða sekt upp á 10.000 krónur til hins opinbera. Ég veit svo alveg hvert sá peningur fer því Sturla fyrrverandi samgönguráðherra er örugglega búinn að gera ráð fyrir honum upp í ferjukostnaðinn sem hann stofnaði til með heimsku sinni. Maðurinn hlýtur að vera fífl ef hann heldur að þessar hertu reglur í kringum hraðakstur verði til þess að fækka slysum. Ég held að við getum verið sammála um það að það eru ekki þessir auka 10 km upp í hundrað sem eru að valda þessum vanda heldur hraðinn frá 110 og upp úr.
Það er bara fáranlegt að mega ekki keyra á 100 km hraða á beinum vegi úti á landi. Þetta var í sjálfu sér í fínu lagi þegar maður hafði tolerance upp á ca 10 km en svo koma öfga mennirnir og þá fer allt í hund og kött.
Var að keyra kleppsveginn áðan, 2 akreinar í sitthvora átt og engin byggð alveg við veginn. Þar er leyfilegur hámarkshraði 60 km á klst. Þetta er jafn fáranlegt, þarna á auðvitað að vera 80 km hámarkshraði.
Ég er hundfúll yfir þessu, það er alltaf verið að refsa þeim sem síst skildi. Af því að brjálæðingar keyra á 150 km hraða og valda jafnvel stórslysum þá hlaupa menn upp til handa og fóta til að refsa mönnum eins og mér, sem rétt skríða yfir hámarkshraða. Ég er til fyrirmyndar í umferðinni, keyri alltaf eftir aðstæðum, gef alltaf stefnuljós, er alltaf á hægri akrein ef ég get, tala í handfrjálsan búnað o.s.frv. Þetta er álíka og að skamma þá sem eru mættir á æfingu fyrir þá sem ekki eru mættir ...
Samt er ég glæpamaðurinn ...
Athugasemdir
Ertu sem sagt að viðurkenna að þú eigir viðhald hér á blogginu
M (IP-tala skráð) 15.11.2007 kl. 10:50
Ótrúlegt !!!
Þú ert frábær penni, kemur mér alltaf til að hlægja :)
love you
Íris (IP-tala skráð) 16.11.2007 kl. 12:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.