Englasöngur

Fór á æfingu í gærkveldi að venju og síðan beint á nemendatónleika í Söngskólanum við Snorrabraut. Ástæðan var sú að fallega vinkonan okkar hún Vala var að syngja en þetta var prófverkefni hjá henni. Hún er að ljúka 7. stigi að ég held og söng eins og engill. Þær voru 3 saman og þetta varð hin besta skemmtun. Dálítið löng að vísu og við vorum ekki komin heim fyrr en um kl. 11.

Svaf eins og steinn í nótt og ætlaði ekki að trúa því að klukkan væri að verða 7 þegar Anna hristi mig n.b. til að fara í leikfimi Sleeping

Fóstbræður munu syngja bæði með Björgvini Halldórs og Frostrósum en ég er búinn að ávkeða að sleppa báðum tónleikunum. Þeir verða á svipuðum tíma og ég fæ eldhúsinnréttinguna og því verður víst nóg að gera...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Elsku Addi. Takk fyrir mig og okkur! Nú kíki ég reglulega á bloggið… :) Englakveðja, Ví.

Vala (IP-tala skráð) 20.11.2007 kl. 12:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband