22.11.2007 | 12:39
Ráðagóði róbotinn
Anna fór í bakinu enn eina ferðina í byrjun vikunnar og er eflaust um að kenna of miklu álagi út af áhugamálunum. Sérkennilegt að vera í áhugamáli sem er alveg að buga mann. Hún dó ekki ráðalaus frekar en fyrri daginn og pantaði sér tíma hjá kínverskum nuddara.
Þegar hún kom á staðinn varð á vegi hennar hár og myndarlegur kínverji sem gat sagt henni allt um hvað amaði að henni. Hann átti svo einn lítinn kínverja sem hann hrópaði skipanir til og áður en Anna gat sagt hó hó hó þá var búið að afklæða hana og skella henni upp á bekk. Litli kínverjinn ( sem betur fer var það sá litli ) hoppaði upp á bakið á henni og tók að ganga og hlaupa þar um eins og hann ætti heima þar. Eins gott hann kunni ekki öll gangafbrigði íslenska hestsins því þá hefði getað farið illa. Einhverra hluta vegna var Anna svo brosandi þegar ég sótti hana eftir meðferðina og ég veit sko fyrir víst hvað ég geri næst þegar Anna biður mig um að vera góður við sig og er ég strax farinn að æfa hin ýmsu gang afbrigði ...
Hún Steinunn Valdís nýjasta þing ja,, persóna Íslendinga ætlar heldur betur að stimpla sig inn á Alþingi því nú ætlar hún að flytja frumvarp um tímamótamál, eitthvað sem lengi hefur brunnið á þjóðinni og mun án efa koma henni til hjálpar á ögurstundu. Nú á að finna nýtt nafn í staðinn fyrir ráðherra. Minna má það ekki vera. Alveg með ólíkindum að svona stórt mál hafi ekki löngu verið búið að leysa. Ég legg til að í þvílíku þjóðþrifamáli verði efnt til alsherjar þjóðar atkvæðagreiðslu til að finna út hvert nafnið á að vera á ja,,, ráðfólki Íslands.
Það kom eitt nýtt nafn fram í gær sem var ansi gott og þjált: Ráðherfa, svona til mótvægis við Ráðherra. Þannig yrðu til ráðherrafrú og Ráðherfuherra o.s.frv. Mér datt í hug annað nafn sem kannski lýsir vel þessum málatilbúnaði þ.e. Frú Ráðþrota og Hr Ráðþroti.
Eftirfarandi frétt var í MBL um daginn:
Stöðumælasektum hefur fækkað á Akureyri eftir að nýtt kerfi var tekið upp í bílastæðamálum þar í bæ fyrir tveimur árum þar sem bifreiðum er lagt endurgjaldslaust í miðbænum í allt að tvo tíma.
Þetta er að sjálfsögðu tímamóta frétt og vafalítið hefði engum órað fyrir þessu. Aldrei að vita nema að sektunum myndi jafnvel fækka enn frekar ef bifreiðastæðin yrðu endurgjaldslaus allan daginn
Herra kaldhæðinn .....
Athugasemdir
Góð færsla elsku brói, þú hefur trúlega eitthvað verið að hugsa til mömmu þar sem þú setur Ólínu nafnið við hana Steinunni í stað Valdísar. En VÁ - ég hef aldrei prufað kínverja hvað þá tvo í einu svo mér datt í hug að fá uppgefið hverjir þetta eru ef Anna er ennþá jafnánægð með meðhöndlunina :-) Er alltaf að kljást við einhverjar "festur" hér og þar þrátt fyrir yoga og ræktina svo um að gera að prufa eitthvað nýtt þar sem tugir þúsunda í sjúkraþjálfunina dugði heldur skammt. Ástarkveðjur til ykkar allra frá okkur í Laufrimanum
Elsa litla sys (IP-tala skráð) 22.11.2007 kl. 21:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.