Helgin mínus einn

Mánudagurinn brosir blautur og dimmur og síðast þegar ég vissi þá var laugardagur. Ég fór nefnilega að hitta vini mína í villibráðarveislu á laugardagskvöldið og það var svo gaman að sunnudagurinn var eiginlega ekki með. Anna fór að syngja á 2 tónleikum fyrir Sparisjóð Kópavogs í gær þannig að það var meira en nóg að gera hjá henni.

Ég hins vegar var duglegur á laugardag en þá réðst ég í það að taka kjallarann í gegn og naut svo aðstoðar Önnu þegar hún kom af æfingu. Við erum komin töluvert áleiðis og þá er maður alltaf ánægður. Nota svo vikuna í þetta þar sem ég fer ekki á neinar æfingar.

Chiao for now.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband