Bleikt og blátt

Enn á ný verð ég að lýsa yfir ánægju minni með kven þingmenn (þingfólkið) sem alltaf er að vinna fyrir laununum sínum sem ég greiði þeim. Nú hefur háttvirtur þingmaður Vinstri Grænna hún Kolbrún Halldórsdóttir fundið enn eitt meinið í þjóðfélaginu. Nú er hún með fyrirspurn til Heilbrigðisráðherra um klæðnað nýfæddra barna á sængurdeildum. Af hverju í ósköpunum, hæstvirti heilsbrigðisráðherra, eru nýfæddir strákar í bláum galla en nýfæddar stelpur fá bara bleika galla. Þetta er ótrúlegt hugsunarleysi og markar jafnvel líf þessara barna verulega þegar til framtíðar er litið.  

Ég talaði við Birkir vin minn um þetta og hann tók heilshugar undir þetta og rifjaði upp þegar hann lá einn meðal 5 stúlkna á fæðingardeildinni og skar sig illileg úr þegar hann var klæddur í blátt. Þetta hefur markað líf hans síðan og hann er alltaf klæddur í jarðarliti til þess að skera sig ekki úr. Hann hefði viljað vera í hvítu á þessu mómenti.

Þetta er að sjálfsögðu klár niðurlæging fyrir litlu stúlkubörnin sem fæðast í þennan  heim svo og kvenþjóðina alla. Við lifum í hræðilegri drengjaveröld svo vitnað sé í aðra ekki síður klára konu.

Sem betur fer skilst mér að þingfólk séu að fá aðstoðarþingfólk ( sbr aðstoðarfólk ráðherra/fólks ) þannig að þá sjáum við vafalítið fleiri svona þjóðþrifamál koma upp á yfirborðið í framtíðinni.

Burt með kjólana og prjálið. Burtu með endalausa niðurlægingu kvenna þessa heims. Burtu með hræðilegu drengjaveröldina !  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Geri fastlega ráð fyrir að þú sért að djóka. Trúi því bara ekki að nokkur einasti þingmaður (ekki einu sinni Kolbrún) myndi svo mikið sem vekja máls á jafn heimskulegu og gjörsamlega tilgangslausu máli.

Reynir (IP-tala skráð) 28.11.2007 kl. 10:40

2 identicon

Ég þoli ekki Kolbrúnu Halldórsdóttir!!!!!

Valdi Bakari (IP-tala skráð) 28.11.2007 kl. 17:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband