Líttu á lífsins björtustu hlið

Mánudaginn 10. desember halda Karlakórinn Fóstbræður og Raddbandafélag Reykjavíkur sameiginlega tónleika í Langholtskirkju kl. 20.00.

Tónleikarnir eru haldnir til minningar um Sturlu Erlendsson en hann var félagi í báðum kórum um árabil. Sturla hefði orðið 53 ára gamall 6. desember 2007 hefði hann lifað en hann lést 5. janúar 2007.

Á tónleikunum flytja kórarnir létta tónlist af ýmsu tagi, dægurlög, ástarsöngva, jólalög og gamankvæði, sum með texta eftir Sturlu. Einsöngvari með kórunum verður Gissur Páll Gissurarson, tenór en Ingunn Hildur Hauksdóttir leikur með á píanó.

Stjórnandi Karlakórsins Fóstbræðra er Árni Harðarson en Sigrún Grendal stjórnar Raddbandafélagi Reykjavíkur.

Aðgangseyrir er kr. 1000.

 

Sendu þessi skilaboð áfram til allra sem kynntust Sturlu og smitandi lífsgleði hans. Minning hans lifir. Hittumst í Langholtskirkju með bros á vör.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Elsku Addi - mikið rosalega er gaman að lesa bloggið þitt, það er svo skemmtileg blanda af kómik, krítik og kærleik. Svona eins og þú ert !  Mig langar mjög mikið á tónleikana ykkar 10. des en veit ekki hvort ég kemst, hver veit ? ætla allavega að segja öllum sem mér þykir vænt um að fara. Kossar héðan . MBI

María Björk Ingvadóttir (IP-tala skráð) 29.11.2007 kl. 17:39

2 identicon

Hæ gamli minn , gaman að lesa bloggið þitt ,alltaf soddans penni enda gamall Jc member ;D

Ég kem á þessa tónleika og held uppi minningu Stulla

Svo sjáumst við hressir á laugard með pensilinn á lofti

kv Andri einkasonur :)

Andri einkasonur (IP-tala skráð) 29.11.2007 kl. 19:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband