Tónleikarnir

Minningartónleikarnir heppnuðust með ágætum og kirkjan var nærri full. Samverustundin á eftir var þó enn betri og verulega gott að hitta alla þá sem elskuðu Stulla og fá að faðma þá. Hljómsveitin litla ( tríó )sem hann var meðlimur í fyrir löngu síðan og var fræg um allt Ísland spilaði nokkur lög en það voru þau Halli Bald og Imba sem þar stigu á stokk. Aðallega textar eftir Stulla og þau voru frábær.

Eldhúsið já. Þið hafið kannski tekið eftir því að ég hef ekkert talað um yfirstandandi framkvæmdir í eldhúsinu og ástæðan er einfaldlega sú að ég er að reyna að hvíla heilann frá því dæmi. Við Steini vorum á fullu um helgina og gekk á ýmsu. Þurftum að færa pípulögnina og það var sko ekki heiglum hent. Þurfti að brjóta upp liggur við hálft gólfið og svei mér þá ef ég sá ekki í annað hornið á Kölska gægjast upp úr holunni, svo djúp var hún Devil  Þurftum að breyta öllu rafmagninu enda þvílíkt illa frá því gegnið og þegar ég segi þurftum þá meina ég náttúrulega þurfti ( Steini ) Sökkullinn og neðri hlutinn er þó nokkurn veginn kominn og ég stíla á að klára þetta að mestu leiti fyrir helgi. Ætla að fara að setja saman skúffur og fronta á þær og skella í skápana í kvöld. Strax kominn með kvíðakast yfir því Gasp

Svo fær maður sér bara einhvern teikavei mat .......

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband