Murphy´s law

" Það sem getur farið úrskeiðis, fer úrskeiðis " er inntak Murphy´s law og það er aðeins að stríða mér þessa dagana með eldhúsinnréttinguna mína. Borðplatan sem kom sérsniðin erlendis frá með ísettum vaski passaði ekki, munaði  6mm sem við skiljum ekki. Skúffurnar sem sérfræðingarnir settu saman voru vitlaust settar saman o.s.frv.  Einhvern veginn þarf að redda þessu og það er verið að vinna í því.  Aldrei verið jafn mikið að gera hjá Steina og ég er með samviskubit yfir þeim tíma sem hann eyðir með mér. En,,,,,,,, þetta klárast nú allt saman.

Var mjög duglegur í gær, málaði eldhúsið þar sem innréttingin og flísarnar voru áður, setti hurðarnar á efri skápana sem var nú ekkert grín. Þurfti að mæla og bora fyrir lömunum. Keypti flottar blöndunargræjur og setti á vaskinn. Og svo framvegis.  Fór með hluta af borðplötunni í Fríform og sótti skúffurnar sem ég þurfti svo aftur að senda í Frímform. Anna vildi aðeins kíkja í Línuna í leiðinni af því að hún er flutt í Bæjarlindina og viti menn. Keyptum glæsilegt borðstofusett, hvítt háglans borð og 6 geggjaða hvíta leðurstóla.

Það er í sjálfu sér ekki svo mikið eftir, redda borðplötunni, Steini á eftir að klára innréttinguna kringum uppþvottavélina, skella upp háfnum og setja upp töfrahornið í hornskápinn. Svo auðvitað að setja frontana á ískápinn og þvottavélina. Hálfur dagur með Steina myndi fara langt með þetta Smile 

Svo eru tónbleikar hjá Önnu í kvöld, Voxið, Gospelkórinn, barnakórinn o.s.frv. og á morgun eru nemendatónleikar þar sem Anna syngur m.a. einsöng. Ég ætla ekki í kvöld en á morgun mæti ég.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Elsku Addi - nú fer að birta að nýju, eldhúsið er örugglega að verða eins og í Bo bedre, Steini búinn með bjórinn og Anna syngur í baði. Vona að þú haldir áfram á réttri braut, látir bara aðra um iðnskólann. Það er bara ekki hægt að vera góður í öllu, bara næstum öllu.

hlakka til að sjá hvernig útkoman er. mæti ekki á háum hælum

kv. MBI

María Björk (IP-tala skráð) 17.12.2007 kl. 01:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband