18.12.2007 | 12:54
Ég kemst í hátíðarskap
Ég er kominn í hátíðarskap og nánast bíð nú eftir jólunum. Næstum allt búið ef frá er talið að kaupa jólagjafir, jólamatinn, þrífa allt í hólf og gólf, skreyta allt í hólf og gólf, skrifa jólakort o.s.frv.
Innréttingin er nánast fullgerð og glæsileg að sjá ! Kári kom til mín í gær klifjaður 3-4 borvélum og alls kyns tækjum og réðst á þetta sem óður væri og kláraði um kl. 21.30 í gærkveldi. Smá snúningar eftir en ég er himinlifandi Við erum búin að raða fullt inn í skápana ( skúffurnar ) og töfrahornið á eftir að standa fyrir sínu. Setti þar m.a. nýja pönnupottinn minn frá Jamie Oliver sem tengdapabbi kom með færandi hendi í gær. Geðveikt flottur.
Já, ég er kominn í hátíðarskap og nú skulu sko óhreinindin vara sig í kvöld
Er að verða búinn með portvíns flöskuna mína ......tek bara upp aðra .....
Athugasemdir
Innilegar hamingjuóskir með nýja eldhúsið:)
Og skilaðu þakklæti til Önnu fyrir yndislega tónleika....ekki ganga fram af ykkur...jólin koma...jólin ..já vonandi sjáumst við bráðlega elskurnar!
Björg (IP-tala skráð) 18.12.2007 kl. 19:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.