20.12.2007 | 11:06
Kæruleysi
Ég vildi að ég gæti verið kærulaus eins og margir í kringum mig. Ég er hins vegar þannig gerður að ég hef áhyggjur af öllu og er ekki í rónni fyrr en ég hef klárað það sem ég tek mér fyrir hendur. T.d. þessi blessaða innrétting sem ég veit að allir eru orðnir löngu leiðir á að hlusta á. Það er alltaf eitthvað, núna get ég ekki tengt uppþvottavélina af því að það er svo þröngt um allar tengingarnar en ég vona að Steini geti reddað því þegar hann kemur til að klára rafmagnið.
Fengum borðstofusettið í gær og það er glæsilegt.
Fengum svo æðislega heimsókn í gærkveldi en þá komu Íris sem er loksins búin í öllum prófum, Jökull sem er búinn að vera hjá pabba sínum í 2 vikur og Úlfar fallegi. Það vara bara æðislegt að fá þau og Úlfar var hreint út sagt stórkostlegur ! Brosandi út að eyrum, kúrandi í hálskotinu á afa og ömmu og gubbaði smá á okkur líka. Rétt svona til að merkja okkur. Með fellingar út um allt
Jæja, ég held þá bara áfram í jólastressinu og áhyggjunum .......
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.