Gleðilegt nýtt ár !

Ótrúlegt en satt, nú hefur árið 208 helst yfir okkur með braki og brestum og ég er algerlega óundirbúinn ! Ég gat kannski ekkert við því gert ....

Þetta er búinn að vera góður tími um jólin og áramótin, tími áts, drykkju og leti eins og vera ber.  Við brugðum heldur betur út af vananum þegar við leigðum VR bústað í Húsafelli og eyddum áramótunum þar. Fórum á föstudaginn síðasta með þvílíkt hlaðinn bíl af skrauti og kræsingum og komum svo aftur til baka í fyrradag. Steini var hjá okkur um helgina með börnin og áttum við góðar stundir saman. Íris, Óskar, Jökull og Úlfar ætluðu svo að koma á gamlársdag og vera með okkur um kvöldið en komust ekki þar sem lilli var orðinn veikur.

Við vorum því 2 ein gömlu hjónin með humarinn og 3ja kílóa hægeldaða svínabóginn okkar. Erum enn að japla á honum. Þetta var samt yndislegt og afar afslappandi. Fórum í göngutúra og pottaferðir í brjáluðu veðri og nutum þess að vera saman. Rómantíkin sem sagt í algleymi.

Nóg að gera um helgina, erum að fara í partí á föstudagskvöldið og líka á laugardagskvöldið þannig að árið byrjar með hvelli.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband