Í hvelli

Keyrði fram hjá Helga Hós áðan þar sem hann var með eitt af sínum skiltum og á því stóð " brennið þið kirkjur, brennið þið ... eitthvað meira " Var einmitt að hugsa um þessa hluti í gærkveldi kl. 11 þegar ég var að reyna að sofna en úti geysaði stríð. Þegar ég loksins sofnaði þá dreymdi ég um Viet Nam og stríðið þar enda blönduðust endalausar sprengingarnar úti saman við drauminn.

Það er ekki allt í lagi með Íslendinga, þeir eru sprengjuóðir. Það virðist engu máli skipta hvað þetta kostar, alltaf til nægir peningar til að eyða í púður.  Mikið er ég feginn að hafa eytt gamlárskveldi í rólegheitum í sveitinni með ástkonu minni ( Önnu Birgittu ) og hlusta bara á eina og eina sprengingu í fjarska.

Þessi helgi hefði annars átt að vera róleg en var það alls ekki.  Hittum fjölskyldu mína á föstudagskvöldið og við vorum að kveðja Pabba og Ernu sem fóru í morgun til Thailands og ætla að dvelja þar í 2 mánuði.  Þetta var mjög gaman, borðuðum snarl saman og fengum okkur aðeins í tána. Fórum ekki að sofa fyrr en um kl. 2 um nóttina.

Fórum svo í 40tugs afmæli til Esterar á laugardagskveldið og lentum þar í miklu stuði. Sungum Dagnýju saman við undirleik fyrir afmælisbarnið og fengum mikið lof fyrir. Fórum ekki að sofa fyrr en kl. 2 um nóttina.

Vorum svo með börnin okkar stór og smá í kvöldmat í gær og það var sko æði. Andri kom með kærustuna sína hana Erlu og ég var að hitta hana í fyrsta sinn. Írisi kom með Óskar og Úlfar en Jökull var hjá pabba sínum. Það var ekkert leiðinlegt að hafa Úlfar og Amma var frekar ánægð með hann InLove

Fór á veiðimannafund á laugardag með Steina,Guðbirni, Hjölla og Katrínu og sótti svo um laxveiði hjá Stangó. Ætlum okkur að reyna við Fnjóská fyrir norðan, Norðlingafljótið í Borgarfirði og Sogið alviðru. Svo kemur bara í ljós hvað við fáum úthlutað og það er nokkuð víst að það þarf heppni til að komast í Fnjóskána, það verður örugglega dregið um hana. Við erum að vísu með nokkuð sterka hópumsókn.

Rikki veiðisjúklingur fór að veiða í ónefndu vatni á laugardag og náði sínum fyrsta fiski á árinu, 3ja punda urriða. Hann er ótrúlegur .....

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband