Vogur

Nú þegar ég skrifa þetta þá er ég staddur á Vogi og kominn í náttföt. Eða í það minnsta næstum því Wink.

Þetta hafa verið erfiðir dagar undanfarið enda verið með heimsókn frá Heineken. Ungan markaðsmann sem aldrei hafði komið hingað áður og þurfti að skoða allt sem hægt var að skoða. Sem þýddi náttúrlega að endalaust var verið að sulla í bjór og víni Sick  Fór með hann á þorrablót hjá Lyons á föstudagskvöldið og hann skemmti sér sérdeilis vel og borðaði allt sem fyrir hann var lagt. Verst þótti honum að borða augað og ég var svo sem ekkert að segja honum að fæstir íslendingar þyrðu því ... . Fór einnig með hann í Bláa lónið sem hann fílaði mjög vel og hann var ekkert smá ánægður með að ég skildi panta allan þennan snjó fyrir hann. Held að hann hafi farið ánægður heim í gær ....

Talaði við Írisi í gær en hún er nýkomin frá Köben með mömmu sinni. Hún skemmti sér þar mjög vel og m.a. söng í karaokee á sama bar ( Sam´s bar ) og pabbi hennar þegar hann var þar síðast. Like father, like daughter. Við erum líka lík að öðru leiti t.d. hvað varðar gáfurnar en hún náði öllum prófunum í Háskólanum og með hæstu einkunn. Ótrúlega dugleg !

Næsta helgi verður þvílíkt róleg og ég virkilega þarf á því að halda.  Af sérstökum ástæðum verður þetta sérstök trúarhelgi og t.d. förum við í kirkju á laugardagskvöldið sem hlítur að teljast til tíðinda. Fyrir handan fjöllin er fagurt land að sjá .....

Anna er í sólarlandakasti og vill helst bara panta ferð núna ! Ég verð svo sem að viðurkenna að það er ekkert smá freistandi að skella sér til Tenerife í viku og flatmaga í sól og hita, drekkandi kokteila á hverjum degi ....Cool en, ég veit ekki. Allt kostar þetta þó hægt sé að fá ódýrar ferðir sérstaklega fyrir fólk eins og okkur sem kunnum að njóta lífsins. Sjáum hvað setur.

Vogur vinnur, vogur tapar .....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband