Sumar og vetur

Ég horfði ekki á landsleikinn í gærkveldi. Byrjaði reyndar aðeins meðan jafnræði var með liðunum en hætti svo og fór í nýja fallega eldhúsið mitt að elda góðan mat. Lambaribey með tilheyrandi og opnaði jafnvel góða rauðvínsflösku með. Ástæðan fyrir því að ég horfði ekki á leikinn er einföld, ég þoli ekki þegar illa gengur og ef við töpum þá er ég í vondu skapi í laaaangan tíma. Það þoli ég ekki.

Það hlítur líka að vera erfitt fyrir strákana okkar að vera með þessa pressu á bakinu því mér heyrist ekki betur en að mönnum finnist bara eðlilegt að við komum heim með verðlaunapening. Átti að vera nánast formsatriði að rúlla yfir Svía. Ég held að við þurfum að gera okkur grein fyrir því að bara að vera á þessu móti er stórkostlegur árangur.

Mikið er ég ánægður með veðrið og snjóinn. Einhvern veginn allt annað að vera til þegar allt er hvítt í kringum mann.  Mætti bara snjóa meira og blása hressilega því þá verður gaman. Þá er líka enn skemmtilegra að vafra á netinu í leit að góðum gististöðum í Toscana, íbúðum eða húsum í fallegum smábæjum. Ég á mér ósk um að fá einhverja vini mína með aðra vikuna því það er svo gaman að njóta fegurðarinnar, matarins og vínanna með öðru góðu fólki sem kann að meta slíkt. Ég á 2 vini sem ég gæti vel hugsað mér að taka með en þau eru bæði einhleyp og ég veit ekki alveg hvernig staðan á þeim er núna. Höfum farið með þeim áður erlendis ...Joyful Ég á reyndar svo marga góða vini að við gætum vel fyllt upp í góðan kastala í Toscana ... Solla vinkona Írisar sendi á mig ágætan link yfir gististaði sem gaman er að skoða og ef einhver vill sjá hann er hann í athugasemdum við bloggfærsluna " Sundsvall í ... " Annars er til ótrúlegt magn af slíkum linkum.

Búinn að fá fréttir af pabba og Ernu í Tælandi og þau hafa það fínt. Hitinn kringum 30 gráðurnar og þau eru í rólegheitum að átta sig á hlutum, enda ætla þau að vera þarna í 2 mánuði. Eru í fallegri íbúð í húsi sem a.m.k. ein íslensk hjón eru í og svo er Kiddi bróðir þarna líka nýgiftur og flottur.

Helgin framundan róleg og góð og ég hlakka þvílíkt til að gera næstum því ekkert neitt Happy


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband