Himnarnir gráta

Himnarnir gráta, Kári þenur brjóstið og Ægir konungur hellir úrt skálum reyði sinnar af því að við borgarbúar höfum enn eina ferðina verið sviknir.  Mikið hlítur að vera gaman að vera fréttamaður þessa dagana þegar Villi & Co bjóða upp á enn eina sápuóperuna í beinni útsendingu.  Þú skalt fara minn veg ég skal fara þinn veg og svo hittumst við á miðri leið,,, og skiptum á kórónunni.

Held svo sem að Óli sé trú sinni sannfæringu blessaður kallinn en einfaldleikinn er slíkur að hann heldur að hann nái sínum markmiðum betur með sjallanum heldur en allanum. Je ræt. Hann er örugglega búinn að gleyma öllu hnífasettinu sem sem Villi setti í bakið á honum þegar fyrsti meirhlutinn var myndaður. Eðlilegt að maðurinn hafi veikst við slíkar stungur en eitthvað virðist það hafa minnkað í honum minnið því nú er allt í einu hægt að treysta Villa og trúa. Nú er Villi voða góður.

Villi og Sjálfstæðisflokkurinn hafa hins vegar enn á ný sýnt sitt rétta andlit og eru tilbúnir að sofa hjá hverjum sem er svo fremi sem þeir fái völdin og ekki síst kórónuna.

Hvar er sannfæringin ? Hvar er heiðarleikinn ? Villi er búinn að leika svo mörgum skjöldum að hann er búinn að fara í marga hringi. fyrst ætlaði hann að semja við Óla en sveik hann og samdi við Bjössa.  Svo ákvað hann að standa með Bjössa í Rey málinu en ákvað svo að Rey málið væri tómt bull. Síðan ákvað hann að svíkja Bjössa og standa með Óla. Aldrei mun hann standa með okkur borgarbúum.  

Ég hef fengið ýmigust á stjórnmálamönnum, held ég horfi þá frekar á handboltann ......


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eru þau eitthvað minni tækifærissinnar, valdagráðugu fíflin í hinum flokkunum.  Í 102 daga er ég búinn að bíða eftir því að einhver stefnuskrá komi frá þeim, en ekkert gerist.  Ekki græt ég samkynhneigða doktorinn, hann (gær)Dag!!! Lengi lifi Villi litli.

Valdi (IP-tala skráð) 22.1.2008 kl. 23:53

2 identicon

Já þetta var skrýtin sveifla... annars kemur Vilhjálmur ekki vel út í fjölmiðlum en er víst meira fyrir framkvæmdir. Sjónarsviptir af Dag hann er nú myndarlegur karlinn en ég held að svona kokteill þ.e. margir flokkar komi ekki mörgu í gegn. Þarf sterka foristu. Reykvíkingar ættu að ganga til kosninga því þá kæmi viljinn í ljós frá meirihluta. Krakkar sem eru rétt komin með kosningarétt að hrópa í ráðhúsinu  er ekki alveg það sem er hlustað á.

Sigga Hallgríms (IP-tala skráð) 24.1.2008 kl. 16:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband