25.1.2008 | 13:52
Jibbí !
Loksins , loksins er komið alvöru vetrarveður. Ég vaknaði mörgum sinnum upp í nótt til þess eins að horfa á veðrið og hlakkaði svo mikið til að vakna að ég náði varla að sofna. Enda var eins og við manninn mælt þegar ég fór út um kl 8, kappdúðaður með skófluna, þá beið mín strax bíll sem var fastur í innkeyrslunni. Ég mokaði og ýtti og allt gekk vel. Fór svo að græja minn bíl og var orðinn eins og jólasveinn, allur hvítur af snjó frá hvirfli til ylja. Hvílík dýrð. Svo allt í einu var veðrið bara búið, fúlt ...
Bóndadagur í dag og Anna verður að syngja með kórnum í kvöld. Þarf jafnvel sjálfur að elda Hún bauð mér hins vegar í mat til sín í hádeginu og kom verulega á óvart því það var glæsilegt þorrahlaðborð.
Svei mér þá ef veðrið er ekki að versna aftur ...
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.