28.1.2008 | 09:13
Úff
Fór í sund í morgun og steig á viktina að venju og ÚFF !, búinn að bæta við mig 2 kílóum á einum mánuði. Óþolandi og skal ekki líðast. Skil ekkert í þessu því það er nú ekki eins og ég sé að úða í mig óhollustu alla daga og fór 3svar í ræktina í síðustu viku. Kannski hafði þorramaturin í hádeginu á föstudag, léttreykta ameríska svínasteikin hjá Ingu á laugardagskvöldið, snakkið og súkkulaðið um helgina eitthvað að segja. Hver veit. Hvað svo sem var, þá verður etið létt í vikunni.
Erum eiginlega búin að ákveða að breyta tímasetningunni á Toscana ferðinni okkar og fara í júní í staðinn. Heyrði nefnilega að hálf Ítalía væri í fríi í ágúst svo og Frakkland og Þýskaland og það fólk væri að megninu til á Ítalíu ! Tek kannski 2 síðustu vikurnar í júní.
Ætla að reyna að ná 4 sinnum í ræktina þessa viku
Athugasemdir
Hæ bró - spurning hvort kílóin séu bara ekki viðbót á vöðvamassa ef þú ert búinn að vera duglegur að lyfta.....allavega fínt að hugsa það þannig
Elsa sys (IP-tala skráð) 28.1.2008 kl. 12:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.