Háskólanám

Ég var búinn að ákveða með sjálfum mér að stíga stórt skref og fara í nám samhliða starfi hjá Háskóla Íslands næsta haust. Námið var markaðsstarf og alþjóðasamstarf. Tók 3 annir eða eitt og hálft ár og ég búinn að gíra mig upp í það. En, viti menn, ég var að frétta það áðan að þeir ætla ekki að bjóða upp á þetta nám og engin annar háskóli gerir það heldur. Nú er ég mjööög fúll og þetta breytir töluverðu fyrir mig.  Er að skoða styttri nám annars staðar Angry.

Fór í ræktina í morgun og borðaði lítið í gær, fékk mér bara vínber um kvöldið sem eru mjög holl. Fiskur í kvöld og meiri vínber.

Næsta helgi er strembin, 2 þorrablót og hugsanlega sumarbústaðaferð. Ekki allt í einu en ég verð að velja á milli. Næsta víst að maður grennist ekki á því .....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já þú meinar, 2 kg..  Það er eins gott að þú ert ekkí ég !!

Íris (IP-tala skráð) 29.1.2008 kl. 11:03

2 identicon

Spurning um að fara bara eina ferð á klósettið áður en þú vigtar þig næst Vínberin eru jú góð en kannski ekki einmitt rétta fæðan fyrir okkur systkinin sem eru gjörn að blása upp og út!!!

litla sys (IP-tala skráð) 29.1.2008 kl. 12:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband