Helgin hér og þar

Er liðin í aldanna skaut og aldrei hún kemur til baka.  Sem í sjálfu sér er í fínu lagi þar sem þetta var ekkert sérstök helgi. Það sem stóð upp úr eru litlu afa/ömmu strákarnir okkar sem komu í heimsókn. Úlfar var hjá okkur í 3 tíma og setti nýtt met, var í 3 tíma í burtu frá mömmu og pabba án þess að gráta Frown Jökull var svo hjá okkur yfir nótt og fór í kirkjuna með ömmu og afa á sunnudagsmorgun.

Það sem var kannski sérstakt við helgina eru miklar pælingar okkar Önnu um lífið og tilveruna. Hver er tilgangurinn ef einhver er og hvað á maður að stefna að. Pælingar um vinnuumhverfi, þarfafrek áhugamál o.s.frv. Það er öllum nauðsynlegt aðeins að pæla í slíkum málum við og við frekar en að fljóta endalaust á báti venjunnar að ósi hins kunna og verndaða. ( vá ! )

Er maður á réttri hillu í tilverunni eða á maður að kúvenda og reyna eitthvað alveg nýtt ? Reyna fyrir sér erlendis, fara í þróunarhjálp og láta gott af sér leiða o.s.frv. Kannski eru þessar pælingar bara tilkomnar út af dimmum vetrinum og frosthörkunum, hver veit.

Hvernig væri t.d. að opna ekta íslenskt bakarí í Flórens á Ítalíu. Það er nú ekki eins og ítölsku brauðin og kökurnar séu mikið til að hrópa húrra fyrir. Fá Valda vin minn bakara til að koma með í dæmið og þetta yrði ekki eingöngu frábært bakarí heldur myndi söngurinn óma um salarkynnin og boðið væri upp á einsöng, dúetta og tríó ( ég, Anna og Valdi ) meðan gestir væru að gæða sér á spelt brauði með hangiketsáleggi eða kæfu. Eingöngu væri selt íslenskt vatn og kaffi frá Kaffitár.

Seinna meir væri svo hægt að útvíkka aðeins conceptið og opna litla trattoríu við hliðina með íslenskum matseðli sem Björk mælir með og þegar litla veitingahúsið við hliðina á því leggur upp laupana út af þessari óvæntu en ánægjulegu samkeppni þá opna Anna og Fanney ( konan hans Valda ) litla tískuvöruverslun sem selur eingöngu íslenska hönnun.

O sole mio !

Getur þetta nokkuð klikkað, er þetta ekki pottþétt hugmynd ? Við  myndum svo loka í 2 mánuði á veturna og fara upp í Val Gardena og vinna á skíðahótelum þar í þann tíma. Skella sér á skíði á milli og gott sauna.

Skírum fyrirtækið " The Icelandic Wonder "

Er þetta ekki málið .....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Drífum okkur!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

Valdi bakari (IP-tala skráð) 4.2.2008 kl. 16:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband