6.2.2008 | 10:30
Draumfarir ekki sléttar
Ég hangi enn uppi en lillan mín er enn heima veik. Ældi öllum kvöldmatnum rétt fyrir svefninn. Ég dreymdi hins vegar alls kyns vitleysu í nótt ( að venju ) allt um nám og vinnu.
Dreymdi að ég var að fara í eitthvað tiltekið nám og þurfti til þess að fara til Frakklands. Þegar ég var þangað kominn kom í ljós að ég var að fara í fullt nám í Frakklandi og fékk úthlutað herbergi til að sofa í. Mér rann kalt vatrn milli skins og hörunds því þetta var allt annað en ég gerði ráð fyrir, ætlaði bara að stunda eitthvað nám með vinnu. Vissi ekki mitt rjúkandi ráð, Anna á Íslandi og ég með engar tekjur. Ég varð að viðurkenna fyrir konunni ( sem ég veit ekkert hver var ) að ég hefði gert mistök og yrði að fara heim aftur. Sat eftir með kostnaðinn af ferðinni og mig minnir að flestir hafi hlegið af mér. Hjúkk
Annað kvöld byrjar Vetrarhátíðin í Reykjavík með skrúðgöngu frá Skólavörðuholtinu og við Anna ætlum að taka þátt ef hún verður orðin góð. Gaman væri að fá vini okkar með, hlusta á fallega tónlist, njóta lista og fá sér kannski saman bjór eða hvítvín einhvers staðar. Hvað segiði um það ?
Athugasemdir
Hæ frændi
Æ það er ekki gott að heyra að Anna sé enn veik - það er hræðilegt að vera með svona magapest.
En það er gaman að heyra að þið séuð búin að bóka ferð út
Hvenær farið þið og hvað ætlið þið að vera lengi?
Hafið það sem allra best og skilaðu kveðju til Önnu.
Kv.M
María frænka (IP-tala skráð) 7.2.2008 kl. 07:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.