Klósettferðir

Vaknaði í nótt og rétt náði inn á klósett. Dvaldi þar drjúgan hluta af nóttina. Asnaðist samt við að fara í vinnuna þar sem ég er einn í Víndeildinni sem stendur, hinir 2 eru í 15°hita í Borgougne í Frakklandi smakkandi eðalvín.

Byrjaði á því að eyða 3 kortérum í að moka og ýta 2 bílum og sigldi svo á mínum í gegn eins og ekkert væri.  Er nú á leiðini heim til Önnu sem enn er veik í maganum. Hefði betur bara verið heima .....

Og við sem ætluðum aldeilis að taka þátt í Vetrarhátíðinni í kvöld Frown


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Oooo þessi grefilsins flensa, já mig langaði svo að taka þátt í vetrarhátíðinni get samt ekki séð fyrir mér brasilíska stemmingu í storminum á eftir

Kvöldstund í Dómkirkjunni hljómaði mjög vel ofl.

Knús kaddlinn minn og vona að þér batni.

Sigga Hallgríms (IP-tala skráð) 7.2.2008 kl. 11:50

2 identicon

Já elsku bró, nú kom sér vel að eiga jeppa Lét nú bóndann bara skutla mér í vinnuna!! Leiðinlegt að heyra af veikindum ykkar - grútfúlt að vera með upp og niður - aðhaldið gengur að vísu hraðar þannig fyrir sig en mæli ekki með þeirri aðferðinni Náið heilsu sem fyrst og ástarkveðjur frá okkur úr Laufrimanum.

p.s. til hamingju með ferðapöntunina - við eigum pantaða ferð í apríl til Tenerife og alveg yndislegt að eiga svona gulrót til að stefna að. Lofjú

Litla sys (IP-tala skráð) 7.2.2008 kl. 13:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband