8.2.2008 | 09:12
Vetrarhátíð sæl og blíð
Ég held að Veðurguðinn hafi eitthvað misskilið þessa vetrarhátíð okkar í Reykjavík því hann úthellir þvílíku vetrarveðri yfir okkur að erfitt er að taka þátt í henni. Hann er örugglega ánægður með sjálfan sig þessa stundina. Elsku Stulli minn, ef þú ert þarna einhvers staðar, danglaðu þá í hann og komdu fyrir hann vitinu
Við erum bæði búin að ná heilsu og ætluðum svo sannarlega að taka þátt í vetrarhátíðinni í kvöld, fullt um að vera. Það er hins vegar ekki útlit fyrir að það takist þar sem hann spáir úrhelli og rigningu þannig að verður asahláka og ég veit ekki hvað. Menn og konur siglandi um á kanóum milli safna syngjandi ó snjó ó míó innan um léttklædda afríska karnival dansara. En þetta er allt í lagi því Siggi stormur spáði því að einungis væri eftir ca 3 vikur í slíku veðri og svo tæki við mun betra veður, bara rigning.
Skil ekki þetta með Villa Þvill. Ef hann myndi nú druslast til að segja af sér myndi hann redda öllum út úr ógöngum og sitja sjálfur eftir maður af meiri. Þá væri skýrslan fræga ekki eitthvað ómerkt plagg því þá væri einhver búinn að axla ábyrgð og Sjálfstæðisflokkurinn myndi standa mun sterkari eftir með Hönnu Birnu sem forystusauð. Í staðinn lætur Villi gera minna og minna úr sér í hverjum umræðuþættinum á fætur öðrum og er á endanum eðlilega gráti nær. Hvar er Davíð ?
Hvar er sumarið. Hvar eru blómin sem gróa í haga. ( sungið með laginu " hvar er eilífðin ")
Athugasemdir
Gott að heyra að heilsan sé komin hjá ykkur
Ég er sammála þér og er farin að bíða eftir að blómin og sumarið fari að láta sjá sig ......en ég bíð bara eftir að komast til Spánar í sólina í sumar
Ég var að setja inn myndir af nýju íbúðunum á www.donapepa.is og nota hér með tækifærið og auglýsi hehehe
Kv.María
María (IP-tala skráð) 8.2.2008 kl. 11:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.