8.2.2008 | 13:43
La Traviata í kvöld
Loksins, loksins get ég notað nýju svörtu ítölsku Finucci jakkafötin mín því við vorum svo heppin að áskotnast miðar á sjálfa frumsýninguna á La Traviata ! Hlakka ekki smá til að vera innan um allt fyrirfólkið í Reykjavík og hlakka ekki síður til að sjá og heyra Sigrúnu Pálma syngja hlutverk Violettu.
Seinast þegar ég heyrði hana syngja þá var það dúett með ekki minni söngkonu en Önnu Birgittu Bóasdóttur og mátti ekki milli sjá hvor var betri !
Er að fara heim að ná í kanóinn minn niður í kjallara, maður verður að komast einhvern veginn í kvöld ......
Eigum 2 miða á óperuna þann 17. feb .......
Athugasemdir
Frábært að heyra - ég vona að þið hafið skemmt ykkur vel og komist fram og til baka án vandræða í geðveika rokinu og vatnselgnum sem gekk yfir í gær.
Kv.María
María (IP-tala skráð) 9.2.2008 kl. 21:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.