12.2.2008 | 12:46
Súpertenór
Við fengum yndislega heimsókn í gær þegar María Björk vinkona okkar frá Sauðárkróki kom og svaf hjá okkur. hún kom færandi hendi með gamlar upptökur frá Karlakór Akureyrar/Geysir þar sem nokkrir einsöngvarar stigu á stokk. Meðal einsöngvaranna var pabbi hennar Maríu, Ingvi Jóhannson og þvílíkur söngvari sem hann er ! Ég var svo sem búinn að heyra að hann hefði verið eitt aðalnúmerið í Karlakórnum en bjóst nú samt ekki við þessu. Yndisleg rödd sem virkaði verulega ítölsk með fallegu klangi. ( Kristján hvað ... ) Til hamingju með þetta kæri vinur !
Ég er sjálfur að fara í tíma númer tvö hjá kennaranum mínum honum Hlöðveri á fimmtudag. ég verð aldrei jafn góður og Ingvi en það má alltaf bæta sig.
Næstu helgi erum við að fara næstum upp á hálendi með Steina og hans stór fjölskyldu. Þar á að halda mikið þorrablót og er búist við um 50 manns. Þetta verður haldið á Rjúpnavöllum og vafalítið mikið sungið og spilað, sérstaklega þar sem Eiki verður með í för. Vona bara að veðrið verði skaplegt ...
Verð að hitta hann Úlla minn í kvöld .......
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.