Brúðguminn

Við fórum eftir vinnu í gær að heimsækja Lindu okkar og sjá nýja litla prinsinn hennar sem var að koma í heiminn. Ég hef sjaldan séð jafn skýran nýfæddan strák, hann var eins og gamall karl þegar hann horfði á okkur íhugull og með hálfgildings glott á vör. Yndislega fallegur og mamman var töluvert þreytt enda frekar erfið fæðing.

Fórum svo beint að sjá Brúðgumann í Háskólabíó og þvílík mynd. Nánast allir leikararnir áttu stórleik og ekki gat ég gert upp á milli þeirra. Verð  þó að nefna leik Margrétar Vilhjálms sem var stórkostlegur. Ótrúlega skemmtileg og manneskjuleg mynd og umhverfið náttúrulega ægifagurt. Ég verð að heimsækja Flatey sem fyrst. Mæli með að allir sjái þessa mynd.

Fórum svo á nýjan ítalskan skyndibitastað í fenunum sem heitir að ég held Sparro, ágætis matur á fínu verði. Tóku matinn með okkur heim og létum okkur dreyma um að við værum þegar komin til Toscana .......


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband