21.2.2008 | 16:38
Ítalía hér kem ég !
Var í 3ja söngtímanum mínum í dag og mér hefur farið svo mikið fram ( held ég ) að ég er farinn að leggja að því drög að flytja til Ítalíu og leggja alfarið fyrir mig söng. Uno furtiva hér kem ég ....
Að því tilefni held ég að ég hafi ítalskan mat í kvöld og opni flösku af ítölsku víni. Sest svo inn í stofu með bellunni minni og æfi nokkra ítalska dúetta til þess að vera betur í stakk búinn til að taka að mér stór hlutverk þegar þau bjóðast. La Donna mobile, Celeste Anna Birgitta ...
Chiao.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.