Ferðin fræga

Nú eru línur aðeins byrjaðar að skýrast með ferðina til Ítalíu í sumar. Það liggur því miður fyrir að Sigga H og Steini komast ekki með okkur en ekki loku fyrir því skotið að aðrir kíki á okkur. Ég var að ganga frá viku gistingu í Chianti héraðinu í Toscana 28. júni - 5. júlí og gisti hjá einum af okkar fremstu vínbændum Castello di Fonterutoli. Þetta er markgreifa fjölskylda og er með nokkur hús og íbúðir til leigu, svokallað Hamlet ( smá þorp/húsaþyrping ) " Því miður " var 2ja manna íbúðin ekki laus þannig að við fengum 4ra manna 100 m2 íbúð með útiaðstöðu, arni og fl. Hér í eftirfarandi link má sjá íbúðina og skoða umhverfið. http://www.mazzeihospitality.it/sezione4.php?Id=2

Þetta er örstutt frá Siena og örstutt frá öllum æðislegu litlu smábæjunum í Toscana. 10 mínútur frá er t.d. smábær sem heitir Castellina og þar er frábær einnar stjörnu Michelin veitingastaður sem við eigum örugglega eftir að fara á. Það skemmtilega við þetta er að íbúðin er fyrir 4 þannig að við getum alltaf tekið með okkur gesti .... Markgreifinn af Fonterutoli ætlar svo að taka okkur í túr um víngarðinn , smakka vínin með okkur og sýna okkur nýjan vínkjallara, en leiðinlegt ...

Við erum að spá í að gista fyrstu 2 næturnar í La Spezia eða nágrenni og taka dags skoðunarferð um Cinque Terre sem er ótrúlegt svæði. Kannski verður svo ein nótt í Lucca með óperuferð og ein nótt í Flórens og kíkja á frægan veitingastað sem heitir Cibréo http://www.fabiopicchi.it/index.html og svona gæti ég endalaust haldið áfram.

Er að fara í matarboð í kvöld með Siggu H, Ingu Klemmu og Hjálmari og síðast en ekki síst, Möggu og Dennis. Magga er systir Siggu og býr í Englandi. Við heimsóttum þau fyrir 2 árum síðan og vorum með þeim á Suður Englandi í viku, æðisleg ferð. Það verður hreindýr og ég ætla að splæsa í alvöru rauðvín, Quinta do Crasto Reserve frá Portúgal. Vín sem fékk hvorki meira né minna en 95 í einkunn hjá Winespectator um daginn. Það eru einungis afburðavín sem fá slíka einkunn.

Að öðru leyti held ég að helgin verði bara tiltölulega róleg.

Áfram Dr.Gunni, áfram Dr.Spock ...

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiðar Birnir

Arnlaugur Helgason. 

Ég sé ekki betur en þessi ferð ykkar hjónakorna verið bara frábær. 

La dolce vita!!!

Heiðar Birnir, 22.2.2008 kl. 12:19

2 identicon

Ég held sko með Hóhó laginu hans Barða - ógesslega skemmtó skilurrru hehe..

 Annars erum við parakornin að fara út að borða annað kvöld og svo á smá tjútt, jibbý :)

Íris (IP-tala skráð) 22.2.2008 kl. 13:12

3 identicon

Hellú frændi..

Vá lýst ekkert smá vel á þessa Ítalíuferð ykkar.. Húsið sem þið verðið með er stórkostlegt..  Langar ekkert smá að skipuleggja ferð í sumar en ekki hægt vegna handboltans... aldrei hægt að skipuleggja sig fyrirfram.. einn af þessum göllum varðandi handboltans...  Annars eigið góða helgi og ég bið ofsalega vel að heilsa Önnu.  Með bestu kveðju frá Lubbecke Kristín frænka

Lubbecke mærin (IP-tala skráð) 23.2.2008 kl. 10:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband