25.2.2008 | 12:58
Friðrik ómar hátt í tómri tunnu
Já júróvisíon að baki og við sendum ekta júróvisíon lag sem okkar framlag. Var að vísu að vona að Dr.Spock færi en það má eiginlega segja að þau tvö lög sem voru í öðru og þriðja sæti hafi algerlega náð að klúðra sér sjálf.
Það er auðsjáanlegt að Dr. Gunni hefur ekki nennt að fara út því breytingar sem hann gerði á annars flottu lagi sínu voru fáranlegar. Til hvers í ósköpunum að breyta textanum yfir í serpnesku þegar lagið er enn að keppa á Íslandi. Þetta kom verulega illa út með laglínunni og menn sem þurfa á síðustu stundu að læra serpneskan texta verð mun óöruggari í söngnum fyrir vikið.
Og Hey hey hey, guð minn góður ! Söngkonurnar klúðruðu algerlega söngnum og ég var ekki viss á tímabili hvort þær væru að syngja sama lag. Þetta var ramfalskt og náði sér ekki fyrr en um mitt lag. Ótrúlegt samt hvað vöðvatröllin náðu að berja bumbur og syngja í takt í leiðinni. Ho ho ho fyrir þeim.
Breytingar sem gerðar voru á sigur laginu gengu hins vegar algerlega upp og söngvararnir voru í fanta formi. Þetta lag kemur að öllum líkindum til með að sigra keppnina enda með smá lagstúfa frá flestum löndum í Evrópu. Maður á hins vegar aldrei að berja sér á brjóst ( nú eða tunnu ) á kostnað annara heldur af eigin verðleikum, Friðrik Ómar. Veraldarvanir menn eins og þú eiga nú ekki að fara í fýlu yfir smámunum.
Annars var hreindýrið gott á föstudaginn svo ekki sé talað um vínin og félagsskapinn. Við Anna fórum fyrst heim að venju ...
Fengum lillana okkar lánaða í gær og fórum með þá niður á tjörn. Þeir voru yndislegir báðir tveir. Var hins vegar orðinn slappur í gærkveldi og fylltist svo af kvefi og hálsbólgu um nóttina og er nú í vinnunni með rennandi nef, hóstandi sýklum í allar áttir og vorkenni mér ógurlega.
Athugasemdir
Sammála þér með Eurovison og reyndar sammála þér líka með slappleikann og hálsbólguna
...er búin að vera með semiflensu meira og minna í þrjár vikur og Þór minn líka!! Vöðvatröllin lúkkuðu reyndar fínt hey hey hey en þeir áttu lítið í bumbuslættinum sem var víst annarra en söngurinn var jú þeirra ho ho ho
systa (IP-tala skráð) 26.2.2008 kl. 15:24
Það er grátlegt að he*v*t*s homminn skuli vera að fara út fyrir okkar hönd. Þá hefði ég nú frekar vilja fá steratröllin. Enda snýst þessi Júróvisjónkeppni hvorki um söng, lag né texta. Þetta snýst um einhverja allsherjar kynvillu!! Þá er kannski bara fínt að LITLI aftaníhossinn fara þarna út með Frekínu sinni og þar geta þau jarmað hvort í kapp við annað?! Já og ekki orð um það meir.
ps. ef einhver heldur því fram að ég sé með fordóma gagnvart samkynhneigðum karlmönnum, þá hefur sá hinn sami á réttu að standa. Mér er alveg sama þótt þið segið að ég sé; þröngsýnn, fáfróður, illa upplýstur, heimskur eða barnalegur. Ef svo er, er sá hinn sami þá ekki með fordóma gagnvart mönnum sem eru með fordóma gagnvart samkynhneigðum karlmönnum? Nei bara pæling!
Valdi Bakari
Valdi Bakari (IP-tala skráð) 26.2.2008 kl. 22:23
Það er aldeilis Valdi minn....uss usss ussss
María (IP-tala skráð) 1.3.2008 kl. 17:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.