29.2.2008 | 11:08
Flensufjandi
Jebb, búin að liggja marflatur í 3 daga með allt það sem tenór vill ekki vera með, þ.e. háin 4. Horleka, hálsbólgu, Hósta og hita. Að auki Hundleiddist mér líka og þar bætist við enn eitt háið en ég notaði þó tímann í að lesa markaðfræði mér til fróðleiks og skemmtunar.
Framundan ( að ég held ) er fyrsta rólega helgin á árinu og það er akkurat ekkert að gerast ! Sem er æðislegt og þá getum við hjónakornin bara notið þess að vera saman, fara í ræktina og nýju útipottana þar, fá sér kaffibolla á Kaffitár, elda góðan mat og opna góða vínflösku. Dútla aðeins í heimilisverkum og fá sér góðan morgunmat.
Híbba híbba angeló angeló
Góða helgi öll sömul.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.