4.3.2008 | 09:05
Átök
við Anna erum í átaki og saman erum við því í átökum. Átökin ganga út á það að sleppa öllu nammi og snakki í heilan mánuð. Sjá hvort six pakkinn sem ég geymi vandlega undir fitumassa komi ekki í ljós. Ég veit hann er þarna einhvers staðar. Það er svo sem ekki eins og við séum feit en það er alltaf gott að setja sér svona markmið.
Keypti í því tilefni stóran poka af gulrótum því einhver hafði bent mér á að það væri bara fjandi gott að japla á gulrót á kvöldin í staðinn fyrir nammi. Fékk mér eina stóra þegar ég kom af söngæfingu í gærkveldi og fyrsti bitinn var ekkert sérstakur. Næsti var litlu betri og síðasti alveg eins. Veit ekki hvað þessi maður var að tala um. Þegar ég leit í spegill í morgun var ég ekki frá því að framtennurnar í mér hefðu eitthvað stækkað en bumban ekkert minnkað. Við sjáum þó hvað setur því ég á 14 gulrætur eftir .... Hugsanlega prófa ég að salta gulræturnar ...
Fór í ræktina í gær og í morgun og svo kannski á morgun ..
Athugasemdir
Lýst vel á ykkur skötuhjú... Við Birkir erum í svipuðum pakka eða reyndar gerðum við veðmál hver gæti haldið það lengur út að hætta að borða allt nammi, gos, ís og snakk... úfff erum búin með tvær vikur og Birkir finnst þetta ekkert mál á meðan ég strögla á hverjum einasta degi
MÆli með að kaupa sér perur þær eru rosalega sætar á bragðið og maður getur orðið alveg húkt á þeim sem og döðlur.. dísætar og hollar :o)
Kveðja frá lubbecke Kristín
Lubbecke mærin (IP-tala skráð) 4.3.2008 kl. 10:26
Allir í átaki bara. Óskar borðar nú ekki nammi þannig ég get ekki farið í þannig keppni við hann. En hann borðar mikið af smjöri, ég kannski skora á hann í bannað að borða smjör keppni :)
Íris (IP-tala skráð) 4.3.2008 kl. 15:51
Íris mér lýst vel á það hehe eða bara eitthvað sem honum þykir ofsalega gott... kannski skyndibitamatur !!!! hehe
Knús Kristín
Lubbecke mærin (IP-tala skráð) 4.3.2008 kl. 17:37
Baráttukveðjur - ég mæli nú samt
frekar með mangói og möndlum -
sleppa banana og hnetum, það er mikið atriði . Annars er bara hægt að kaupa Six-pack - segir Ómar . hann er að verða búinn að sannfæra mig um að það sé enginn karlmaður lengur með svoleiðis græjur framan á sér, ..... er´ann ekki bara að plata , Addi ?
María Björk (IP-tala skráð) 4.3.2008 kl. 20:53
Ha sleppa banana ? Ég borða banana á hverjum degi en ekki hnetur..
Íris (IP-tala skráð) 5.3.2008 kl. 10:40
Já bananar eru svo hitaeiningaríkir Íris!!!
María frænka (IP-tala skráð) 6.3.2008 kl. 13:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.