Draumar

Til þess að láta drauma sína rætast þarf maður að eiga drauma sagði eitt sinn vitur maður. Hversu rétt er það ekki hjá honum en oftast er þessu þó öfugt farið þ.e. menn eiga alltof marga drauma sem þeir hafa svo ekkert gert í til að láta rætast. Oftast vantar fólki drifskaftið ( drifkraftinn ) og þorið til að ganga alla leið.

Ég er einn af þeim sem er sérstaklega jarðbundinn og hræddur við hið óþekkta og því hef ég aldrei tekið skyndi ákvarðanir til þess að eltast við drauma mína eða þrár. Alltaf skal ég taka rökréttu leiðina og mikla jafnvel fyrir mér allar hugsanlegar ójöfnur á þeirri leið. Það er nú hins vegar svo að þó svo hlutir hafa alla tíð verið einhvern veginn þá þurfa þeir ekki endilega að vera þannig alltaf. Ég get t.d. breytt mér meðvitað og farið að taka meiri sjensa, maður á jú bara eitt líf.

Ég hef lengi átt mér þann draum að búa erlendis og kynnast þannig annari menningu en okkar Íslendinga. Ég á mér núna þann draum að flytjast til Ítalíu í einhvern tíma og læra ítölsku og vinna þar í leiðinni. Veit svo sem ekkert við hvað og hvar og ég sé fullt af hlutum sem mæla þessu mót. Það er auðvitað lang einfaldast að láta þessa hluti ákveða að þessi draumur sé og verði bara draumur og halda þannig áfram að vera jarðbundinn en það er líka hægt breyta til og bara kýla á hlutina.

Núna er ég í stuði til þess að kýla bara á það, hver veit.

Annars var speghetti í matinn og ég nartaði í nokkrar gulrætur um kvöldið. Á sama tíma lét ég mig dreyma um Stilton ost og Taylor´s LBC portvín með. Hoppaði samt á æfingu og munaði engu að ég myndi hoppa við í Hagkaup til að kaupa ost. Hoppaði þó beint heim og fékk mér aðra gulrót.

Hoppaði svo fram úr í morgun og leit í spegilinn og tók eftir bæði stóru framtönnunum og loðnu eyrunum. Hvað er að gerast ? Og af hverju er farinn að hoppa þetta út um allt ?   

Má bjóða ykkur gulrót ? hopp hopp .....

Fór í ræktina í morgun, dj.... var ég syfjaður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband