7.3.2008 | 09:11
Gott kvöld
Við fengum góða heimsókn í gær þegar María Björk vinkona kom ásamt strákunum sínum tveimur þeim Stefáni Arnari og Ingva Hrannari. Ég eldaði dýrindis kjúklingarétt úr ítölsku bókinni hans Leifs( slátraði besta lambinu mínu ) og opnaði 2 rauðvínsflöskur. Við áttum saman yndislega stund og töluðum um heima og geyma, svona ekta ítalskur fjölskyldu kvöldverður.
Framundan er helgin og á morgun fáum við strákana okkar í heimsókn og þeir ætla að gista hjá afa og ömmu af því að Íris er að fara í brúðkaup. Verður reyndar veislustjóri þar. Þetta verður í fyrsta skipti sem Úlfar Freyr sefur annars staðar en hjá foreldrum sínum og þetta verður því fróðleg helgi. Hugsanlega mæti ég í vinnu á mánudag með bauga og þið vitið þá hver ástæðan er ... Við hlökkum mikið til að fá lillana til okkar og kremja þá dálítið. Úlfar er með margar fellingar sem hægt er að bíta í og lyktin af honum er dásamleg
Fékk mér gulrót í gærkveldi og nagaði hana til agna. Hoppaði svo upp í rúm og Anna var óvenju sexí. Hoppaði fram úr í morgun og burstaði stóru framtennurnar og greiddi mér um eyrun. Anna var ekki síður sexí um morguninn, skil ekki hvað er í þessum gulrótum ... Man eftir að þegar ég var alveg að sofna í gærkveldi fékk ég einhverja undarlega þörf til að fara niður í Öskjuhlíð ???
Góða helgi.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.