Ný ímynd

Ég er allur að breytast eftir að ég hætti að borða nammi og snakk og fór að úða í mig gulrótum í tíma og ótíma. Hér er ný mynd af mér og lýsing:

kanina

Kanínur eru af ættinni Leporidae sem skiptist niður í 6-9 ættliði. Ljóst er að á nokkrum stöðum hérlendis eru kanínur orðnar hluti af dýralífi Íslands. Þegar farið er í göngutúra í Öskjuhlíðinni eða Heiðmörk sjást iðulega kanínur á vappi og finnst mörgum þetta vera góð viðbót við annars fátæka spendýrafánu landsins. Litlar líkur eru á því að menn sjái önnur spendýr á göngu um gróðurrík svæði, sérstaklega á höfuborgarsvæðinu. Þótt hagamýs séu mjög algengar í Heiðmörkinni eru þær vandséðar. Refir halda þar einnig til en menn ganga alls ekki að þeim vísum þar.

En ekki eru allir sáttir við kanínur í náttúrunni hér á landi. Í Öskjuhlíðinni eiga þær til að éta ný blóm sem lögð hafa verið á leiði í Fossvogskirkjugarði. Á Heimaey, stærstu eyju Vestmannaeyja, hafa kanínur lagt undir sig lundaholur, breytt eftir sínu höfði og hrakið lundana burt. Þetta er áhyggjuefni því lundinn er afar viðkvæmur fyrir slíkum innrásum. Reynsla erlendis frá hefur sýnt fram á það.

Villtum kanínum virðist hafa fjölgað hér á landi á undanförnum árum. Er það sérstaklega að þakka mjög hagstæðu tíðarfari yfir vetrartímann sem gert hefur hluta stofnsins kleift að lifa frá hausti fram til vors. Ef fram fer sem horfir, sérstaklega með áframhaldandi hlýjum vetrum, mun útbreiðsla kanína aukast verulega.

Á sumrin lifa kanínur nær eingöngu á grasi en á veturna éta þær ber, rætur, jafnvel trjágreinar og annað sem er í boði úr jurtaríkinu hverju sinni. Helsta ógn þeirra hérlendis er sennilega fæðuskortur sem fylgir mjög snjóþungum vetrum en vetur hafa verið snjóléttir á Íslandi undanfarin ár, sérstaklega sunnan- og vestanlands. Villtar kanínur lifa á mjög köldum stöðum þannig að vetrarkuldinn einn og sér ætti ekki að vera nein fyrirstaða. Því má færa sterk vistfræðileg rök fyrir því að kanínur séu orðnar hluti af íslenskri náttúru.

Við hagstæð skilyrði geta kanínur tímgast ákaflega hratt. Þær verða kynþroska við 2-4 mánaða aldur og er meðgöngutíminn um 30 dagar að meðaltali. Ungafjöldinn getur verið æði mismunandi eða oftast á bilinu 2-12 ungar. Kanínur geta æxlast strax eftir got þannig að á löngu og góðu sumri getur hver kvenkyns kanína (eða kæna sambanber svar JMH og UÁ við spurningunni Hvað nefnast karlkyns og kvenkyns kanínur?) komið sér upp 2-3 ungahópum. Stofnstærð kanína getur því margfaldast við bestu skilyrði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Svo er líka gott að vita að gulrætur hafa mjög góð áhrif á sjón.  Amk. hef ég ekki enn séð kanínu með gleraugu....

Heiðar Birnir (IP-tala skráð) 7.3.2008 kl. 10:47

2 identicon

Nei Heiðar það er rétt, svo er ég viss um að þær heyra vel með þessi stóru eyru, hef aldrei hitt kanína sem segir ha

Birkir (IP-tala skráð) 7.3.2008 kl. 11:56

3 identicon

En segðu mér Birkir, í alvöru, er Addi bara hoppandi og skoppandi um allt!

Heiðar Birnir (IP-tala skráð) 7.3.2008 kl. 14:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband