15.3.2008 | 14:04
Hella, ekki fyrir austan ..
Ég er búinn að vera með hellu fyrir eyrunum og suð í hausnum í örugglega tvær vikur og er alveg að gefast upp á þessu. Maður getur ekki hugsað heila hugsun, heyrir bara helminginn af því sem sagt er við þig ( og getur ekki valið úr .. ) og er að vissu leyti utangátta. Er einhver þarnar úti sem veit hvað þetta getur verið og hvernig á að bregðast við því ? Held ég verði að fara að kíkja til læknis.
Var annars að koma úr ræktinni og veðrið svo svellandi gott. Anna í söngtíma að venju og svo ætlum við að kíkja á Írisi og strákana. Jökull er að fara til pabba síns í Svíþjóð og við verðum að kveðja hann. Síðan bara að grilla með bjór í hönd, opna góða vínflösku og njóta rólegs kvölds.
I love it !
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.