Grilltíð

Það  var aldeilis að ég byrjaði að grilla. nú er ég óstöðvandi og búinn að grilla öll síðustu kvöld. Lax á föstudaginn, tvírifjur á laugardagskvöldið og svínahnakki í gærkveldi. Fengum Andra, Írisi, Óskar og Úlfar Freyr í gær í mat og áttum æðislega stund saman.  Sannkölluð fjölskyldustemning. Held ég grilli ekki í kvöld enda að fara á æfingu ...

Anna greyið er heima með flensuskít og eins gott að hún nái því fljótt úr sér því það er víst nóg að gera hjá henni í söngnum. Ætla að ná mér í nokkrar spýtur þ.e. hilluefni og klára hjá mér kjallarann um helgina. Skella svo upp vínrekkum og raða vínunum mínum í þá, er orðinn leiður á að hafa þau út um allt í kössum o.s.frv.. Vona samt að við höfum tíma til að njóta lífsins því þeir spá aldeilis frábæru veðri um páskana. Fara á skíði, fara að hjóla, fara að ganga, hitta skemmtilegt fólk ....brjálað að gera.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband