Doktor Sívakur

Fór loksins til læknis áðan út af hellunni og suðinu. Hann kíkti á eyrun sem voru í fínu lagi, tók blóðþrýstinginn sem var líka í góðu lagi og svo kom úrskurðurinn: Það er til félag suðara !

Félag suðara, bílífitornot. Félag manna sem sem eru með hellu og suð í hausnum eins og ég og hittast reglulega. Ég get algerlega séð í anda venjulegan félagsfund hjá þeim:

Suð, suð, uhmm, ha, ha, hvað segirðu ? Nei ég hef ekki farið á Hellu nýlega. Hvað segirðu, sauð á bílnum hjá þér ? Ha ? Lítum á björtu hliðarnar félagar, við þurfum allavega ekki að hlusta á suðið í konunni okkar he he he. Skál ! Já mér er líka mál ..

Held ég sé ekki að ganga í þetta félag ...sama hvað þeir suða í mér.

Sum sagt, ekkert hægt að gera við þessu. Bara að bíða og sjá hvort suðið og hellan hverfi ekki. Ekki það að ég hafi búist við öðru frá doktornum.

Byrjaði á kjallaranum í gærkveldi og búinn að ná mér í vínrekka. Vakna snemma í fyrramálið og byrja með Önnu að græja hlutina. Þetta verður þvílíkt flott þegar við erum búin, held ég. Vona að Anna eyði ekki öllum tímanum í að skoða gamlar myndir, lesa gömul blöð og hanga í draslinu sem ég ætla að reyna að henda. Þá verðum við alla páskana að þessu ....

Börnin okkar öll komin út á land, austur og vestur þannig að við verðum frekar svona ein. Reikna samt ekki með að okkur eigi eftir að leiðast ...

 Gleðilega Páska !


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gleðilega páska hjartans vinir:)  Addi þú veist hvernig Anna er...elskar að skoða gömul bréf og myndir...ég er svona líka..það er svo erfitt að henda!!!  Ég er líka ein alein alla páskana að skrifa BA ritgerðina...allir heimilismeðlimir í útlöndum nema tíkin, hún er hjá mér!   Vona að Anna suði ekki í þér um páskana, nóg er um suðið fyrir! 

Knús og gleðilega páskahelgi:) 

Björg (IP-tala skráð) 19.3.2008 kl. 22:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband