26.3.2008 | 13:40
Dieselvélin ég
Það tók mig um tvo klukkutíma að koma mér í gang í morgun og ég var eins og gömul spýjandi dieselvél, hóstandi og höktandi. Skil hvað er endalaust til af hori sem lekur úr öllum gáttum. Komst ekki í vinnu fyrr en um 11, enn höktandi. Þetta er svo sem allt í lagi því það eru svo margir margir sem hafa það miklu verr en ég.
Mikið er ég farinn að hlakka til vorsins sem þó virðist endalaust langt í burtu og spáin fyrir næstu heila viku er kuldi og aftur kuldi. Það er svo sem sama uppi á teningunum á meginlandinu þar sem allt er búið að vera vitlaust út af kulda og hríðaveðri.
Við erum þó allavega vön þessu .....
Athugasemdir
Sól í sinni
Heiðar Birnir, 26.3.2008 kl. 18:24
hæ Addi ég var með fulla flensu í morgun ogvar hóstandi .en okkur batnar bráðum
kossar til Önnu og þín frá mér og mömmu.
Ásthildur Ómarsdóttir (IP-tala skráð) 26.3.2008 kl. 21:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.