Bank bank

Diselvélin er farin að ganga bærilega og gekk í alla nótt. Því miður virðist hún komin inn í hausinn á mér og bankar þar á fullu. Íbúfenið rann niður vélindað í morgun, vona að það hafi eitthvað að segja. Ætla svo að kaupa Danska brjóstdropa og engifer rót. Maður verður að reyna allt.

Það sem var þó sýnu leiðinlegast í nótt var þurri hóstinn, var nánast eins og ég hóstaði ryki. Seinast þegar það gerðist var ég í utanlandsferð með Fóstbræðrum en þá má maður ekki fá sér neðan í því til að spilla ekki raddböndunum og þá hóstar maður ryki. Með þessu fylgir svo mikill þurrkur í munninum þannig að það ískraði í mér í alla nótt. Ég er mjög þurr á manninn eftir þetta allt.

Fór svo út í mínus 2 gráður í morgun, kappklæddur að venju. Halló !

Svo er þetta í ofanálag á allan bölsýnismóðinn í þjóðfélaginu. Maður opnar ekki blöðin öðruvísi en sjá þar stórar fyrirsagnir um að allt sé að fara til fjandans, opnar ekki fyrir útvarp eða sjónvarp öðruvísi en heyra þar viðtöl við töluglögga sérfræðinga sem í smáatriðum lýsa því hvernig við eigum eftir að tapa öllu sem við eigum. Það er eins og það sé gríðarlega gaman hjá fjölmiðlafólki og það veltur sér endalaust upp úr vandamálunum.

Hvar er Pollýanna ?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband