27.3.2008 | 16:59
Vortónleikar Fóstbræðra
Framundan eru hinir árlegu og frábæru vortónleikar Fóstbræðra en þeir verða haldnir í Langholtskirkju dagana 14-19 apríl. Ég skora hér með á alla sem hafa gaman af tónlist að mæta því þeta er ótrúleg skemmtun. Nánast allir sem ég hef " platað " á þessa tónleika eru gráti nær af hrifningu og með gæsahúð um allan kroppinn eftir tónleikana.
Það er bara frábært að hlusta á öflugan karlakór með testósteron út um allt þenja raddböndin í gömlum góðum karlakóralögum. Setti inn hérna link frá okkar síðustu tónleikum en þar vorum við allir með grímur ....
http://www.youtube.com/watch?v=QmH8xn0ovPc
Djók .......
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.