28.3.2008 | 12:32
Smásögur úr hversdagslífinu
Kristana, ung einstæð tveggja barna móðir lennti í því í gær að þurfa að fá frí í vinnunni seinnipartinn til þess að sækja veika dóttir sína á leikskólann og fara með hana til læknis. Það hafði tekið sinn tíma að fá inni hjá þessum lækni og hún vonaði að þetta tæki ekki of langan tíma þar sem hún þurfti svo að sækja strákinn sinn í skólann. Hún vonaði innilega að bíldruslan færi nú ekki að drepa á sér á leiðinni því geymurinn var orðin ansi slappur. Þegar hún var komin eftir Miklubrautinni á móts við Háaleitisbraut var allt stopp. Bíll við bíl og enginn komst áfram. Það hlaut að hafa orðið stórslys hugsaði hún með sér og fylltist örvæntingu yfir óréttlæti lífsins. Af hverju núna, af hverju endilega alltaf hún ?
Tveimur bílum fyrir framan hana var Jónas gamli á leið frá lækninum. Það var alltaf sama vesenið með blöðruna, þarf að fara á kósettið 20 sinnum á dag. Honum var orðið mikið mál og svitinn perlaði á enni hans. Hann ætti ekki annað eftir en að þurfa að láta allt gossa í buxurnar. Hvað var eiginlega að gerast fyrir framan.
Ekki langt undan var Ella og hún var á leiðinni í próf upp í Grafarvogi. Hún var búin að læra og læra undanfarið og ætlaði virkilega að ná í þetta sinn enda var það nú eða aldrei. Þetta var sjúkrapróf þar sem hún hafði misst af aðalprófinu sökum veikinda. Ég hefði átt að fara til læknis strax og þurfa ekki að lenda í þessu núna. Hún sá veröldin hrynja fyrir framan sig þegar mínúturnar siluðust áfram í endalausri bílaröðinni. Hvers vegna í fjandanum var allt stopp ?
Bílalestin náði frá Háaleitisbrautinni og upp í Ártúnsbrekku og þar fremstir voru nokkrir flutningabílar. Ástæðan var einföld, nokkrir heimskir bílstjórar ákváðu með sér að besta leiðin til að hafa áhrif á stjórnvöld var að láta þetta bitna á saklausum borgurum. Svona álíka og hryðjuverkamenn út um allan heim gera. Láta verkin sín bitna á saklausum fórnarlömbum til þess að vekja athygli á málstað sínum. Sem gerir þessa bílstjóra að hryðjuverkamönnum.
Svo eru flestir Íslendingar með þessum aðgerðum og kalla þær hetjulegar. Er ekki allt í lagi með fólk. Af hverju datt þessum bílstóraræflum ekki í hug að leggja niður vinnu, keyra ekkert í einn dag eða meira ? Jú, það myndi náttúrulega koma við þeirra eigin buddu. Eða slá skjaldborg af bílum í kringum Alþinishúsið ? Heimta kauphækkun eða ...
Sveiattann !
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.