9.4.2008 | 10:32
Opið hús
Í dag er opið hús hjá mér. Ég mætti kl. 10 í morgun og opnaði húsið mitt fyrir verktökum sem eru að grafa allt í sundur úti til þess að koma vatnsleiðslum o.fl inn í húsið. Þeir þurfa að saga hluta af skápnum niðri í sundur og taka í burtu til Þess að komast að þessu. Svo þurfa þeir að bora stór göt í gegnum vegginn og ég sem var nýbúinn að gera fínt niðri. Þarna eru þeir innan um fínu vínin mín í fína vínrekkanum að athafna sig.
Þetta er fyrirtæki sem heitir Steingarður og ég verð að segja að ég treysti þeim fullkomlega. Koma vel fram og eru harðduglegir. Garðurinn er undirlagður af þessu á meðan framkvæmdir fara fram og því ekkert hægt að nota hann. Ekkert hægt að grilla o.s.frv.
Svo loka þeir bara á eftir sér þegar þeir klára ....
Það er snjór úti og ég er að reyna að ná í þann sem keypti síðu nærbuxurnar af mér.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.