14.4.2008 | 13:37
Valdi að vera bakari
Alltaf er ég eitthvað að smá að klikka. Ég er orðinn svo færeyskur í mér að mér varð á að segja í síðasta bloggi " myndband af honum Valda vini mínum " en meinti nátúrlega bara " mynband handa honum Valda vini mínum ". Þetta var að sjálfsögðu afbökun hjá mér.
Ef það er í mínu valdi vil ég alls ekki baka honum neinna óþæginda og biðst að sjálfsögðu afsökunar fyrir ruglinginn.
Fyrir þá sem vilja vita hvernig þessi Valdi vinur minn lítur út er bent á að horfa á Kastljós annað hvort í kvöld eða annað kvöld því þá mun allur Karlakór Fóstbræðra birtast og syngja fallegt lag. Það er mjög auðvelt að þekkja hann úr. Ekki af bakarhúfunni heldur af því að hann er lang fallegastur í hópnum.
Athugasemdir
Mér finnst hann Valdi bara svo orðljótur að ég veit ekki hvernig ég á að taka þessum kommentum. Vona bara heilshugar að þetta sé allt saman voða mikið grín og glens hjá ykkur...
Íris (IP-tala skráð) 14.4.2008 kl. 16:53
Já þar verð ég að vera sammálla Íris !!!
Vona hans vegna að hann sé að grínast ,efast sosem ekki um það...
Andri einkasonur (IP-tala skráð) 14.4.2008 kl. 17:18
Fyrigefiði elskurnar mínar; ÉG orðljótur?!!?? Mér þætti gaman að sjá einhvern með manndóm sitja undir þessum árásum þegjandi og hljóðalaust. Með þessum annars "aumu" orðum mínum, undanfarna daga, var ég eingöngu að reyna að verja heiður minn og það kom á daginn að Addi sæi að sér. Nú hefur þessi myndarlegi og dagfarsprúði maður skrifað, inná sína skemmtilegu síðu, mikið sannleikskorn um téðan Valda bakara. Já það er sem ég segji; það eru forréttindi að þekkja mann eins og hann Adda.
kv. úr sveitinni
Valdi bakari
Valdi Bakari (IP-tala skráð) 14.4.2008 kl. 17:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.