15.4.2008 | 12:46
Rennur blóðið til skyldunnar
Það var mjög skemtilegt þegar yndislegu börnin mín 2 komu föður sínum til hjálpar gagnvart hinum " orðljóta " Valda bakara. Þessi drengur er reyndar gæðasál en hefur bara þenna ritstíl, þennan tjáningarmáta. Mér fannst þetta ógeðslega fyndið en ég verð svo sem að viðurkenna að ég fór einu sinni með Tengdó í bíó þegar ég var nýbúinn að kynnast Önnu, á myndina " Man with two brains " með Steve Martin og lá í krampakasti allan tímann. Tengdó og Önnu stökk ekki bros og það munaði engu að ég myndi missa Önnu þennan dag. Sama má segja um myndirnar af Múhameð, það fannst mörgum þær ekkert fyndnar ...En, takk Íris mín og Andri minn.
Það var generalprufa í Langholtskirkju í gær og svei mér þá, held að þetta steinliggi. Óvenju létt og skemmtileg dagskrá að ég held. Hvet alla til að mæta. Vorum einmitt í upptöku hjá Ríkisjónvarpinu í gærdag og sjá mátti herlegheitin í Kastljósi í gærkveldi. Herlegheitin má einnig sjá hér:
http://dagskra.ruv.is/streaming/sjonvarpid/?file=4365655/6
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.