25.4.2008 | 16:28
Star Trek
Nú er ég orðin startrek þ.e. hjólastjarna því ég keypti mér nýtt hjól í vikunni og það ekki af verri endanum.
Trek Navigator 3,0 á 52 þús kr takk. Það er svo fullkomið að það er næstum því sjálfskipt og ég veit að kvenfólk á eftir að taka eftir mér þegar ég hjóla glæsilega fram hjá. Það er verst með þennan blessaða reiðhjólahjálm, maður lítur út eins og hálfviti með hann. Af hverju er ekki hægt að búa til sexí hjálm ? Jæja, það er þú betra að líta hálfvitalega út heldur en að líta bara alls ekki út. ( þetta var mjög djúp pæling og ég vona að fólk skilji hana .. )
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.